Færsluflokkur: Bloggar

Hvað varð um öll trén??

Ég er búin að spá svolítið í því hvað hafi orðið um öll þessi tré sem átti að gróðursetja í kolefnisjöfnunarvímu íslendinga sem tröllreið öllu hérna um árið.

Kv. BjG


Sumar

Vonandi eru allir að njóta sumarsinns út í ystu æsar og hafa það sem best.

Valdagræðgi á landinu litla.

Það er svolítið skrítið þegar fólk er komið til valda þá virðist ekki meiga andmæla því, a.m.k. öðruvísi en viðkomandi fari í fýlu skipti um flokk eða splundri meirihluta.

Er þetta sanngjarnt, annað hvort verðum við að fara að kjósa bara fólk eða flokka það gengur greinilega ekki upp að treysta pólitíkusum fyrir neinu nema að auka sína eigin farsæld og frama.

Þetta er búið að vera að gerast trekk í trekk og því er nú ver og miður oft í frjálslindaflokknum en auðvitað var hann ekki einn í borgarstjórnardramanu og svo var sprengingin á Bolungarvík.

Er ekki kominn tími á það að fólk fari að vinna að því sem það lofaði kjósendum að það myndi gera ekki eða öllu kjörtímabilinu í að finna fólk til að vinna með skipta um flokka og stinga fólk í bakið.

Mér er alveg sama hver er í minnihluta og hver er í meirihluta ef fólk ber virkilega hag bæjarfélagsins fyrir brjósti þá eiga allri að geta unnið saman að þeim göfugu markmiðum að gera borg eða bæ að betri stað, ekki vera að hamstra biðlaun og bíða eftir að fá að vera borgarstjóri.

Ef fólk er ósammála er þá ekki hægt að vinna saman er það einhver skilyrði að allir sem vinni saman  séu sammála um alla hluti.

Ég skora á stjórnmála menn sem eru einungis að sinna eigin framapoti að fara að vinna vinnuna sína og vinna fyrir okkur kjósendur.  Það eru auðvitað fjölmargir sem eru að gera rétt og vel og þeim ber að hrósa.

Kv. Bjössi 


Lögregluríkið Ísland

Að horfa á aðfarir lögreglunar gengn trukkabílstjórum og öðrum í Norðlingaholti er hræðilegt, nú var ég ekki á staðnum þannig ég er ekki alveg dómbær á hversu eldfimt ástandið þarna var. En meðað við fjölda lögreglu manna þarna efast ég um að það hafi verið þörf fyrir það ofbeldi sem maður sér lögrelgluna beita á myndböndum frá staðnum.  Væntanlega hefur komið leyfi fyrir eithverskonar valdbeitingu en að 5 lögrelgumenn ráðist geng grjótkastara með og berji hann með kylfunum eftir að hann er búin að gefast upp, nei það getur ekki verið rétt því burt séð frá því að hann hafi kastað grjóti og jafnvel slasað lögreglu mann þá er það hluti lögreglunar handtaka manninn ekki berja hann
og færa hann svo í burt í járnum þá eru þeir farnir að hefna sín áður en réttlætinu er komið yfir hann.

Svona til að fyrir byggja allan miskilning er ég ekki að segja að það sé í lagi að grýta lögrlegluna,  ég er bara að segja að það réttlæti ekki að lögreglan leggi hendur á viðkomandi heldur handtaki manninn og láti dæma hann í réttarkerfinu okkar sem lögrelgan hlítur nú að eiga að hafa trú á.

Mér finnst það hætulegur leikur að verja lögrelguna í svona tilfellum því þetta eru ekki rétt vinnubrögð og manni finnst að lýðurinn hljóti að eiga að njóta vafans.

Kv. Bjössi 


Ekki alveg verið að segja satt.

Það sem er búið að vera að gerast hérna uppá varnar/háskólasvæði er ekki alveg þannig að hérna sé verið að byggja upp blómlegt þorp. Nema það sé markmiðið með þorpum að senda alla íbúana í nágranabæina eftir þjónustu og afþreyingu. Búðin sem opnuð var hérna er ekki nálægt því að vera í verðflokk sem námsmenn ráða við að versla í og opnunartímin er alls ekki til að bæta það upp, því miður. Kaffihúsið sem er að koma er búið að vera að koma alveg frá því að fyrstu 700 sálirnar fluttu inná svæðið í ágúst. Og ekki hefur skort rekstraraðila sem vilja vera með rekstur, fyrst og fremst virðist þetta stoppa hjá KEILI. Meðað við að ég hef búið í smábæjum og stórborgum myndi ég segja að þetta sé að stærsta leiti enþá mjög mikill draugabær. Það hefur vantað mikið uppá að fólkið sem starfar hérna við svæðið sé að vinna í því að beina fólkinu inn á svæðið til að sækja afþreyingu og þjónustu.  Hér á t.d. ekki að opna sundlaugina því það er sundlaug í Reykjanesbæ, Ef þetta verður eins og stefnt er að 5000 manna samfélag þá hlítur að vera grundvöllur fyrir meir þjónustu heldur en verslun, kaffihúsi og íþróttahúsi. Þeir smábæir sem ég hef sótt heim eru nú flestir betur búinir en þetta. Þannig í staðin fyrir að kalla þetta háskóla bæ eins og þetta ætti að vera og vonandi verður. Þá myndi ég vilja kalla þetta afskiptalausa úthverfið í Reykjanesbæ.

Kv. Bjössi

P.s. Svo maður verði ekki grítur fyrir þess grein, þá er ég mjög ánægður hérna og margt hérna uppfrá er mjög gott og horfir til batnaðar er góðar í mörgum málum. En staðreindin er sú að hér hefur ekki verið haldið nóg og vel á spilunum og það hefði ekki verið flókið að gera betur og vonandi að þeir taki það til sín sem eiga.

Skemmtilegar upplýsingar um svæðið á þessari slóð.

www.beysinn.com


mbl.is Draugabær að blómlegu þorpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Björn Júlíus Grímsson

Höfundur

Björn Júlíus Grímsson
Björn Júlíus Grímsson
Er frjálslyndur með miklar og stórar hugmyndir um hvernig skal breyta landinu til hins betra og mér SKAL takast það þótt síðar verði.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 740

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband