Færsluflokkur: Bloggar
10.11.2009 | 17:48
Hvað í fjandanum er að?????
Ríkisstjórnar pakkið ætlar að hækka allt!!!! Hvernig er hægt að færa rök fyrir því að við greiðum fyrir sukkið í þessu útrásar pakki. Það eru margir Íslendingar sem koma aldrei til með að geta staðið undir þessum hækkunum og hver og einn sem fer á hausinn eða fer á bætur vegna lélegrar stjórnsýslu er dýr fyrir ríkið og ef margir bætast á kerfið í beinni afleiðingu af þessum aðgerðum verður lítið eftir af þessum aurum sem þeir ætla að blóðmjólka úr okkur.
Það að halda því fram að þessar skattahækkanir séu ekki svo rosalega því þetta er ennþá undir því sem þekkist á hinum norðurlöndunum, á hinum norðurlöndunum fær maður líka töluvert mjög mikið meir fyrir skattpeninginn en hérna heima. Það er ekki svo að það þurfi ekki að gera eitthvað í málunum hérna en er ekki verið að byrja á vitlausum enda með þessum eilífu hækkunum á almenning.
Gæti það verið að Samspillingin vilji að það verði nóg og andskoti skítt að búa hérna svo að við segjum örugglega já við einhverjum hroðvirknis samningi við Evrópusambandið, í ljósi reynslunnar held ég að samfó mönnum takist að klúðra þessum viðræðum á þann hátt að við og okkar afkomendur verða svipt gæðum landsins.
Ef þetta er eina lausnin sem stjórnmálafólk hefur uppá að bjóða held ég að við ættum að hafa landið stjórnlaust með öllu, því ekki væri ástandið verra fyrir það og hægt að spara fullt af pening sem annars færi að borga laun, uppihald, risnu og allt hvað það heitir svo að greiin í ríkinu þurfa ekki að svelta eftir að þau eru búin að setja alla aðra á hausinn.
Kv. Bjössi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2009 | 22:47
Glæsilegt
Þetta léttir þungu fargi af mér og eiginkonu minni þar sem við erum sett með okkar fyrsta barn 3. ágúst. Sannarlega frábært fyrir okkur að heyra þetta og magnað að fólkið sem vinnur þessi störf sé tilbúið að taka á sig kjaraskerðingu til að halda opnu fyrir okkur hin. Þetta eru vinnubrögð sem stjórnmálamenn mættu taka sér til fyrirmyndar og byrja að vinna af heylindum fyrir þegna þess lands.
Mjög Glaður BjG
Óbreytt fæðingarþjónusta á Selfossi og Suðurnesjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2009 | 16:51
Ótrúlegt
Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.3.2009 | 16:31
Rugl!!!
Eitt sinn fór Keith Richard að predika að unglingar ætti ekki að nota eiturlyf, þá var honum bent á það að ungt fólk gæti ekki notað eiturlyf því hann væri búin með þau öll.
Þetta á svolítið svipað og að núverandi ríkisstjórn sé að hrósa sjálfum sér fyrir að það sé að draga úr uppsögnum, Nota bene það er ekki að draga úr atvinnuleysi það er bara búið að segja færri upp í þessum mánuði en þeim síðasta. Að kalla það árangur að vera að nálgast botninn því það er ekki hægt að segja fleirum upp fyrr en þau leyfa ástandinu að versna enþá meira er sorglegt. Þessi ríkisstjórn er ekki búin að gera nokkurn skapaðan hlut fyrir almenning sem situr í skuldafenum vanrækslu og útrásar.
Ég er nokkuð viss um að sá sem samdi máltækið "góðir hlutir gerast hægt" hefur verið þingfrétta ritari því það tók ekki langan tíma að hækka áfengi, tóbak og bensín, hækka stýrivexti og borga út bankamenn dýrum dómum. Það er kominn tími á lausnir fyrir þá sem þurfa á því að halda og það strax.
Kv. Bjössi
Dregur úr fjölgun atvinnulausra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2009 | 16:51
Frábært
Alltaf gott þegar gott fólk býður sig fram í embætti í góðum flokk og ef þetta fer svo að Magnús og Kolbrún verði bæði í frammi fyrir þetta embætti þá eru margir flokkar öfundsverðir að hafa svona gott fólk að velja á milli.
Kv. Bjössi
Kolbrún í varaformannsframboð hjá Frjálslyndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2009 | 16:44
Gott mál
Þetta sýnir það að hugsandi fólk á erindi við að kynna sér stefnu frjálslyndaflokksins, ég tel það alls ekki ólíklegt að Sturla hafi farið ofaní saumana á stefnu allra flokka áður en hann hefur gengið til liðs við Frjálslynda og komist að þeirri skinsamlegu niðurstöðu að þarna væri gott fólk á ferðinni með málstað sem vert væri að berjast fyrir. endilega kíkið inná xf.is og myndið ykkur skoðun.
Kv. Bjössi
Sturla vill 1.-2. sæti hjá Frjálslyndum í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2009 | 15:56
Hamra járnið....
Ég held að þjóðin átti sig ekki á því hvað það er mikið stórmál fyrir okkur að fá kvótann í okkar eigu aftur það er búið að vera baráttu mál frjálslynda flokksins síðan frá stofnun hans að þetta gerist, ásamt fjölmörgum öðrum stefnumálum sem að hefðu getað komið í veg fyrir að kreppan kæmi svona hart niður á okkur. Ég hvet því alla hugsandi Íslendinga að kynna sér málefni flokkana fyrir næstu kosningar og skoða vel hvað STJÓRNAFLOKKAR SÍÐUST TÆPRA 2gja ÁRATUGA ERU BÚNIR AÐ GERA OKKUR. Það er svo sorglegt að heyra að margir ráðstafa atkvæði sínu eingöngu af vana eða hefð. Og ég held að það sé stóra ástæðan fyrir því að við höfum ALDREI séð neinar álvöru breytingar í stjórnmálum á Íslandi það virðist vera alveg sama hvað það er gengið yfir okkur alltaf fer atkvæðið í sama vasa.
Þessi skoðanakönnun sýnir vilja þjóðarinnar en það er mjög erfitt að sjá hvar samhengið er að svo margir vilji þetta en á sama tíma er Sjálfstæðisflokkur og Samfylking í sókn flokkar sem þjóna hagsmunum hina ríku (sjallarnir) og henntisemis flokkurinn sem vill ekki fyrir nokkra muni styggja þá sem borga í sjóði þeirra og hafa einhver völd því þeir vilja öllum geðjast og þá er einfaldast að traðka á litla manninum(samfó)
Það er svo margt sem við getum gert ef við bara hugsum sjálfstætt og látum ekki mata okkur á bulli og ættarást á atkvæðum.
61% vilja innkalla kvótann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2009 | 22:20
Bjössi fljótur að gleyma
Það er nú ekki langt síðan að Björn Bjarnason bolaði Jóhanni R. Benediktsynni sem lögreglustjóra á suðurnesjum, og bara að því að hann vildi ekki standa og sitja eins og Björn sagði. Jóhann stóð sig mjög vel í starfi sem er annað en hægt er að segja um Davíð Oddsson.
Stundum held ég að menn ættu að hafa vit á því að sleppa því að tjá sig þegar þeir eru búnir að gera sömu hlutina nokkrum mánuðum áður.
Björn: Réttmæt ábending Davíðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.1.2009 | 15:00
Kemur ekki á óvart!!
Þegar maður skoðar hversu stuttir dómarnir í þessum málaflokkum eru þá kemur þessi þróun alls ekki á óvart. Það er búið að vera mikil umræða um hversu fáránlegir dómarnir eru og það gæti alveg virkað hvetjandi á þá sem þegar búa yfir þessum kenndum.
Það er óásættanlegt að dómar fyrir nauðganir séu undir 5 árum þótt refsiramminn sé 12 ár, ef við höldum áfram að láta þetta viðgangast kemur þetta bara til með að versna.
Það er síðan spurning hvað við getum gert því þótt það sé augljós krafa almennings að þessir dómar séu þyngdir þá hlusta dómararnir ekki á okkur enda eru þeir skipaðir en ekki kosnir eins og það ætti að vera því þá er það mögulegt fyrir okkur að hafa einhver áhrif á það sem þarna fer fram.
Kynferðisbrotum fjölgaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.12.2008 | 21:12
Jólasveinar
Þrettán Íslendingar í fangelsi erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Björn Júlíus Grímsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 884
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar