Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
4.11.2008 | 09:12
Orð dagsins er ÁBYRGÐ
Það er svo sérstakt með þetta fallega land sem við búum á að það virðist vera þannig, að alveg sama hvað gerist hérna er ekki nokkur leið að finna þann sem er ábyrgan ef eitthvað slæmt gerist.
Samt er það nú þannig að það eru allir fljótir að stökkva til ábyrgðar fyrir öllum góðum hlutum, já eða hlutum sem við héldum að væru góðir hlutir.
Ef við tökum nú í burtu augljósa ábyrgð stjórnvalda og skoðum þessa útrásarvíkinga, þá eru þeir búnir að vera vaða upp um alla veggi með peningana sem þeir framleiddu úr loftinu einu saman. Þetta er allt hlutir sem við vitum enda mikið talað um þetta í fréttum undanfarið, það sem ég skil ekki er afhverju eru þessir sömu menn komnir á kreik á ný byrjaðir að kaupa upp fjölmiðla(sennilega til að rétta sinn hlut) og ekki hafa þessir menn látið kreppuna stoppa sig í að klára fleiru hundruð fermetra glæsivillur sem þeir eru að koma upp hér og þar um landið.
Íslendingar liggja undir ámælum um allan heim og ég held að stór partur af því hvernig litið er á okkur sé að ráðamenn þjóðarinnar skorast undan ábyrgð og eru heldur ekki tilbúnir að draga víkingana fram í dagsljósið, hversu oft höfum við ekki heyrt af norskum ráðherrum sem hafa sagt starfi sínu lausu fyrir þær sakir einar að hafa haft manneskju í vinnu og borgað henni eitthvað undir borðið.
Þessi kreppa er tilkominn vegna þess að menn voru á fullu að verzla með peninga sem voru ekki til og ef VIÐSKIPTARÁÐHERRA BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ber ekki ábyrgð á því hver í andskotanum gerir það þá, ef hann er ekki ábyrgur þá hljóta það samt að vera starfsmenn í hans ráðaneyti sem hann er að halda hlífðarskyldi yfir.
Ég er samfærður um það að ef menn sýndu það að þeir væru starfi sínu vaxnir væri ekki litið jafn mikið niður á okkur og raunin er, og ég er nokkuð viss um að aðrar þjóðir væru frekar til í hjálpa okkur ef þeir gætu verið vissir um að við séum ekki að setja peningana í hendurnar á sömu fíflunum og settu okkur á hausinn.
Kv. Bjössi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2008 | 20:52
Hverju skilar kapítalisminn okkur?
Ofverndun fyrirtækja á kostnað launþega kom mér glöggt fyrir sjónir í vikunni. Þannig er mál með vexti að ég hætti í vinnu í október og eins og lög gera ráð fyrir átti ég að fá gert upp desemberuppbót og orlofsuppbót í samræmi við starfshlutfall á árinu sem á þetta að vera gert upp á síðasta launaseðli.
Skemmst er frá því að segja að fyrrum atvinnurekandi minn snuðaði mig um þetta. Ég hringdi ítrekað í hann og bað hann að gera þetta upp við mig. Alltaf lofaði hann bót og borgun en minna var um efndirnar. Eftir að mín margrómaða þolinmæði var á þrotum, rúmum tveim mánuðum eftir að þetta átti að vera komið í minn vasa, hafði ég samband við Eflingu stéttarfélag.
Þar talaði ég við ráðgjafa sem var greinilega mjög vanur að eiga við slík mál enda kemur það ekki á óvart og kem ég þar að ástæðunni fyrir greinaskrifunum. Þegar ég fer með mína launaseðla til Eflingar er atvinnurekandanum sent bréf og tjáð að hann hafi viku til að borga, og ef hann gerir þetta upp innan viku eru ENGIR EFTIRMÁLAR, engir vextir og engin sekt fyrir að reyna að svíkjast undan að borga mér þennan aur. Það er í ótrúlega mörgum tilvikum sem þetta er haft af fólki því margir gera sér ekki grein fyrir að þeir eiga lögbundinn rétt á þessu því orðið jólabónus hefur fests á þessu sem er mjög skrítið því þetta er alls enginn bónus heldur réttur okkar.
Ég er ansi hræddur um þeir séu ófáir sem hafa þarna misst af peningunum sínum því þetta þykir ekki nógu og merkilegur peningur svo að það borgi sig að tryggja það að við fáum þetta. Hvað þá að atvinnurekendur hljóti einhverja refsingu ef þeir reyna að stinga þessu undan.
Björn J.
Um bloggið
Björn Júlíus Grímsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar