Hverju skilar kapítalisminn okkur?

Ofverndun fyrirtækja á kostnað launþega kom mér glöggt fyrir sjónir í vikunni. Þannig er mál með vexti að ég hætti í vinnu í október og eins og lög gera ráð fyrir átti ég að fá gert upp desemberuppbót og orlofsuppbót í samræmi við starfshlutfall á árinu sem á þetta að vera gert upp á síðasta launaseðli.

Skemmst er frá því að segja að fyrrum atvinnurekandi minn snuðaði mig um þetta. Ég hringdi ítrekað í hann og bað hann að gera þetta upp við mig. Alltaf lofaði hann bót og borgun en minna var um efndirnar. Eftir að mín margrómaða þolinmæði var á þrotum, rúmum tveim mánuðum eftir að þetta átti að vera komið í minn vasa, hafði ég samband við Eflingu stéttarfélag.

Þar talaði ég við ráðgjafa sem var greinilega mjög vanur að eiga við slík mál enda kemur það ekki á óvart og kem ég þar að ástæðunni fyrir greinaskrifunum. Þegar ég fer með mína launaseðla til Eflingar er atvinnurekandanum sent bréf og tjáð að hann hafi viku til að borga, og ef hann gerir þetta upp innan viku eru ENGIR EFTIRMÁLAR, engir vextir og engin sekt fyrir að reyna að svíkjast undan að borga mér þennan aur. Það er í ótrúlega mörgum tilvikum sem þetta er haft af fólki því margir gera sér ekki grein fyrir að þeir eiga lögbundinn rétt á þessu því orðið jólabónus hefur fests á þessu sem er mjög skrítið því þetta er alls enginn bónus heldur réttur okkar.

Ég er ansi hræddur um þeir séu ófáir sem hafa þarna misst af peningunum sínum því þetta þykir ekki nógu og merkilegur peningur svo að það borgi sig að tryggja það að við fáum þetta. Hvað þá að atvinnurekendur hljóti einhverja refsingu ef þeir reyna að stinga þessu undan.

Björn J. 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: punkroyal

Velkominn á bloggið! Ég er alveg sammála þér. Gangi þér vel .

punkroyal, 4.1.2008 kl. 21:29

2 Smámynd: Félag Ungra Frjálslyndra

Vertu velkominn Björn.

Verkalýðsbaráttunni á Íslandi hefur verið komið fyrir kattarnef í krafti hagræðingar.

Þessi stórfyrirtækjadýrkun í nafni kapítalisma eða frelsis er svo sannarlega að snúa frelsi upp í andstæður sínar.

Félag Ungra Frjálslyndra, 4.1.2008 kl. 21:37

3 identicon

Þetta er eitt af því sem þarf að bæta í þessu þjóðfélagi ... og miðað við þann eldmóð sem þú hefur varðandi hag þjóðarinnar að þá held ég að þú munir á endanum breyta heiminum. Stundum þarf einungis eitt orð til að breyta heiminum ;)

Hildur L Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 22:19

4 identicon

Heill og sæll, Velkominn á bloggheima.

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Júlíus Grímsson

Höfundur

Björn Júlíus Grímsson
Björn Júlíus Grímsson
Er frjálslyndur með miklar og stórar hugmyndir um hvernig skal breyta landinu til hins betra og mér SKAL takast það þótt síðar verði.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband