Kemur ekki á óvart!!

Þegar maður skoðar hversu stuttir dómarnir í þessum málaflokkum eru þá kemur þessi þróun alls ekki á óvart. Það er búið að vera mikil umræða um hversu fáránlegir dómarnir eru og það gæti alveg virkað hvetjandi á þá sem þegar búa yfir þessum kenndum. 

Það er óásættanlegt að dómar fyrir nauðganir séu undir 5 árum þótt refsiramminn sé 12 ár, ef við höldum áfram að láta þetta viðgangast kemur þetta bara til með að versna.

Það er síðan spurning hvað við getum gert því þótt það sé augljós krafa almennings að þessir dómar séu þyngdir þá hlusta dómararnir ekki á okkur enda eru þeir skipaðir en ekki kosnir eins og það ætti að vera því þá er það mögulegt fyrir okkur að hafa einhver áhrif á það sem þarna fer fram.


mbl.is Kynferðisbrotum fjölgaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Reyndar hafa dómar þyngst mjög síðustu árinn og það er mikið algengara að fólk fá dóm fyrir svipaða glæpi og hér áður fyrr.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 9.1.2009 kl. 16:23

2 Smámynd: Björn Júlíus Grímsson

Þegar dómarnir eru að þyngjast úr 2 árum í 4 finnst mér það samt alls ekki nóg, þyngsti dómur sem ég hef heyrt af var reyndar 8 ár og féll um daginn en satt best að segja finnst mér það langt frá því að vera nóg fyrir sálarmorð.

Björn Júlíus Grímsson, 10.1.2009 kl. 15:57

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Auðvita ekki, en í rétta átt engu síður.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 10.1.2009 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Júlíus Grímsson

Höfundur

Björn Júlíus Grímsson
Björn Júlíus Grímsson
Er frjálslyndur með miklar og stórar hugmyndir um hvernig skal breyta landinu til hins betra og mér SKAL takast það þótt síðar verði.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband