10.3.2009 | 16:31
Rugl!!!
Eitt sinn fór Keith Richard að predika að unglingar ætti ekki að nota eiturlyf, þá var honum bent á það að ungt fólk gæti ekki notað eiturlyf því hann væri búin með þau öll.
Þetta á svolítið svipað og að núverandi ríkisstjórn sé að hrósa sjálfum sér fyrir að það sé að draga úr uppsögnum, Nota bene það er ekki að draga úr atvinnuleysi það er bara búið að segja færri upp í þessum mánuði en þeim síðasta. Að kalla það árangur að vera að nálgast botninn því það er ekki hægt að segja fleirum upp fyrr en þau leyfa ástandinu að versna enþá meira er sorglegt. Þessi ríkisstjórn er ekki búin að gera nokkurn skapaðan hlut fyrir almenning sem situr í skuldafenum vanrækslu og útrásar.
Ég er nokkuð viss um að sá sem samdi máltækið "góðir hlutir gerast hægt" hefur verið þingfrétta ritari því það tók ekki langan tíma að hækka áfengi, tóbak og bensín, hækka stýrivexti og borga út bankamenn dýrum dómum. Það er kominn tími á lausnir fyrir þá sem þurfa á því að halda og það strax.
Kv. Bjössi
Dregur úr fjölgun atvinnulausra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Júlíus Grímsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður. Keith Richard er einn af fáum sem hefur látið skipta um blóð í sér til að geta haldið áfram að dópa. Það kallast víst að vera fíkill.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.