16.3.2009 | 16:51
Ótrúlegt
Merkilegt að hagfræðingurinn og fjármálaráðgjafi ríkisstjórnar sem setti landið á hausinn skuli vera að babla um hvernig megi bjarga hlutunum. Það sýnir kannski óskammfeilni sjallana að hann hljóti brautargengi í prófkjöri þeirra og sé í öðru sæti. Guð hvað ég vona af öllu hjarta að fólk muni ekki flykkjast að baki þessara svikara í komandi kosningu heldur sjá á þeim hornin og halann og kjósa eitthvað af viti.
Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Júlíus Grímsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig í ósköpunum færðu það út í þínum þrönga heila að hann beri á einhvern hátt ábyrgð á hruninu? Andvarp.
hs (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 17:09
Ótrúlegt! Já Ótrúlegt hvað þetta er ómálefnalegt blogg, ráðlegg þér að leita upplýsinga áður en þú plammerar einhverju svo rugli út í loftið sem að við hin þurfum endilega að lesa
Vilhelm Harðarson (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 18:02
Varla getur það verið þröngsýni að maður sem er á launum sem fjármálaráðgjafi ríkisstjórnar geti svarið afsér alla ábyrgð og lýsi sjálfan sig hæfan í slökkvistarfið.
Guð hvað það hlýtur að vera þægilegt að vera þú. Mætir líklega í vinnuna (ef þú ert þá í vinnu) og hefur ekki snefil af ábyrgðar tilfiningu fyrir því sem þú ert að gera.
Björn Júlíus Grímsson, 16.3.2009 kl. 18:06
Gott að sjá að kosningavél Sjáfstæðisflokksins er ekkert að hiksta svona rétt eftir prófkjör.....
Björn Júlíus Grímsson, 16.3.2009 kl. 18:16
Ég tel þessa hugmynd um 20% niðurfellingu skulda vera afspyrnu slæma. Þeir sem borga þessa niðurfellingu er væntanlega almenningur í gegn um ríkissjóð, eða bankana. Þá er enn eina ferðina verið að verðlauna stærstu skuldarana. Þar að auki er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) búinn að hafna þessu.
Til er mikið betri lausn , sem kemur öllu hagkerfinu til góða. Þetta er upptaka nýs innlends gjaldmiðils undir myntráði. Ef US Dollar er metinn á 90 Krónur í stað 112 Krónur, sem er núverandi gengi, erum við að keyra verðbólguna til baka um 20% (90/112= 80%).
Með þessu móti erum við að lækka um 20% allar skuldir sem eru gengistryggðar og vísitölutryggðar skuldir um eitthvað í áttina að 20%. Að auki getum við skilað mestu af lánum AGS og losnað við þann gríðarlega vaxtakosnað sem þau munu valda okkur.
Loftur Altice Þorsteinsson, 16.3.2009 kl. 20:55
En hvað á að fella niður hjá þeim sem ekkert skulda og hafa passað sig á freistingunum ?
Ekkert ?
Á að verðlauna þá sem í óðagoti hafa keypt bíl, hús, bát og sumarbústað ?
nei takk !
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 00:10
Skoðið eftirfarandi greiningu fyrir mig félagar:
Það er einfalt að átta sig á þessari hugmynd um 20% niðurfellingu og þarf engan hagfræðing til þess. Í mjög stuttu máli og eftir mjög snögga skoðun, lítur þetta svona út:
Allar skuldir sem nýju bankarnir hafa yfirtekið frá þeim gömlu eru metnar og þá getum við sagt að af hverri skuld verði greitt ákveðið hlutfall, sem liggur á bilinu 0% - 100%.
Af ákveðnum hluta skuldanna næst 0% - 80% af nafnkröfum, samkvæmt matinu. Ef þessar skuldir eru lækkaðar um 20% næst sama Krónutala eftir sem áður. Hugsum okkur eina kröfu til skýringar. Ef af henni næst 80% áður en 20% lækkunin kemur til, næst 100% eftir lækkunina. Sama Krónutala sem sagt. Niðurfellingin gagnast ekkert þessu fólki.
Af hinum hluta skuldanna næst 80% - 100% af nafnkröfum. Við 20% lækkun á þessum skuldum, fækkar innheimtum Krónum og mest þær kröfur sem innheimtst hefðu 100%. Af þeim er niðurfellingin full 20%. Við sjáum því að þessi niðurfelling gagnast best þeim sem geta greitt skuldir sínar að fullu. Niðurfellingin gagnast einungis þeim sem geta greitt 81% - 100%.
Getur verið að hagfræðingurinn skilji ekki betur eigin tillögu, eða hefur mér yfirsést eitthvað, sem getur svo sem vel verið?
Loftur Altice Þorsteinsson, 17.3.2009 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.